Lóðs & leiðtogaþjálfi
Lára Kristín
Skúladóttir.
Lára Kristín er lóðs og leiðtogaþjálfi. Hennar sýn er að efla tilfinningalegt öryggi, sjálfstraust og vellíðan fólks á vinnustað með það að leiðarljósi að ýta undir leiðtogahæfni hvers og eins, framúrskarandi teymisvinnu, sköpunargleði og liðsheild sem nær árangri.
"Þegar fólk fær rými til að þróast og þroskast sem leiðtogar í eigin lífi, sem leiðtogar á vinnustað, formlegir eða óformlegir, þá græða allir. Mín leið til að styðja fólk og fyrirtæki er að skapa rými og aðstæður fyrir samtölin sem skipta máli til að sterkari liðsheild og sameiginlegur árangur verði að veruleika. Ég geri það með því að leiða fólk í samvinnu með vinnustofu-aðferðum og teymisþjálfun auk þess að styðja einstaklinga í átt að persónulegum sigrum í markþjálfun."
Lára hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk fyrirtækja. Þar á meðal lóðsað ýmiss konar stefnumótunarvinnu, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnahópa í stefnumarkandi ákvarðanatöku, nýtt fjölbreyttar vinnustofuaðferðir m.a. hönnunarspretti (design sprint), leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga.
Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Hún er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.
Viltu vita meira?
-
Dýrmætasti lærdómurinn minn í starfi er að hlusta til að skilja & vinna svo skrefin áfram þaðan.
-
Ég vil heyra hvaða áskoranir þú ert að kljást við. Saman finnum við leiðina áfram.
-
Fyrsta skrefið er stuttur fundur þar sem við förum yfir áskoranir þínar, væntingar og þarfir annars vegar og þú færð tilfinningu fyrir því hvernig mögulegt væri að stilla upp vinnunni okkar saman hins vegar.